Upplifun á vefnum!

Við einblínum á að verkin okkar uppfylli ströngustu kröfur notenda og að áferð þeirra endurpsegli heildarímynd viðskiptavina okkar. Skapalón trúir á einfaldleika, upplifun og ásýnd !

tiles list
Reiknistofa bankana
vefur

Við hjá Skapalón vorum svo heppin að fá að vinna nýjan vef með vinum okkar hjá RB.

Markmiðið var að koma nýjum áherslum á framfæri með fallegum litum og skemmtilegu myndefni og að nógu var af taka. Við hönnun nýja vefsins nýttum við okkur hnitmiðað markaðsefni sem unnið var af snillingunum á auglýsingastofunni Árnasynir. 

Gildi RB eru fagmennska, öryggi og ástríða og með slíkt veganesti varð þetta verkefni bæði vel heppnað og skemmtilegt. Útkoman er léttur, litaglaður og einstaklega skemmtilegur vefur.

Ársskýrsla Landsvirkjunar 2014

Frá árinu 2012 hefur ársskýrsla Landsvirkjunar verið gefin út á rafrænu formi en þannig nýtast nýir möguleikar á framsetningu á nauðsynlegum upplýsingum um starfsemi fyrirtækisins. Einnig nær Landsvirkjun þar að uppfylla eitt af sínum helstu gildum en það er gegnsæi fyrirtækisins.

Íslensk náttúra og fegurð landsins fær að njóta sín í bæði myndum og myndböndum sem má sjá víðsvegar í skýrslunum. Árið 2013 og 2014 fengu ársskýrslur Landsvirkjunar fjölmargar tilnefningar bæði hérlendis og frá alþjóðlegum samkeppnum og  hlaut ársskýrsla Landsvirkjunar 2013 SVEF verðlaun fyrir besta fyrirtækjavefinn og ÍMARK verðlaun fyrir bestu vefauglýsinguna.

Nýverið hlaut einnig ársskýrsla Landsvirkjunar 2014 Grand Awards fyrir hönnun og grafík í ARC Awards, alþjóðlegri samkeppni um bestu prentuðu og rafrænu ársskýrslurnar.

Ævintýri Megakonunar
vefur

Megakonan hefur nú verið kynnt til leiks enda ekki vanþörf á. Við hönnun á vefnum var áhersla lögð á að gefa sem mesta notendaupplifun og leyfa notandanum að koma með í ævintýraferð með Megakonuninni. Útkoman er virkilega skemmtileg og þökkum við Pipar-TBWA og Kára Gunnarssyni teiknara fyrir frábært samstarf.

Dominos
vefur

Starfsfólk Domino’s hefur mikinn metnað fyrir ásýnd sinni á vefnum og vorum við svo heppin að fá að taka þátt í að smíða nýjan vef með þeim. Við hönnun vefsins var tekið mið af mikilvægi snjalltækja og vefurinn því skalanlegur. Notendaviðmót var tekið í gegn með það að markmiði að gera notendaupplifun sem allra besta, alveg frá því að komið er á vefinn þangað til búið er að panta.

Íslandshótel
vefur

Íslandshótelin, Grand Hótel Reykjavík og Hótel Reykjavík Centrum settu í loftið nýja vefi á haustmánuðum eftir annasamt sumar. Vefirnir leggja áherslu á bætta sjónræna upplifun notenda við þá vöru og þjónustu sem hótelin bjóða upp á. Vefirnir eru nokkuð viðamiklir og innihalda mikið magn af upplýsingum sem reynt er að miðla af bestu getu til viðskiptavina. Við þökkum Íslandshótelunum fyrir ákaflega farsælt samstarf.

Alvogen
vefur

Alvogen er alþjóðlegt lyfjafyrirtæki sem leggur ríka áherslu á fágaða og lifandi ímynd. Fyrsta verk okkar með fyrirtækinu var að gera fyrirtækjasíðu sem endurspeglaði þeirra stefnu, í framhaldi höfum við unnið fjölda vefa fyrir fyrirtækið m.a. viðamikinn innri vef, vörumerkjavef ásamt vefi fyrir starfsemi fyrirtækisins í Bandaríkjunum, Kína og Rúmeníu. 

Kringlan
vefur

Verslunarmiðstöðin Kringlan setti nýlega skalanlegan vef í loftið í samstarfi við okkur. Hlutverk vefsins er að halda utan um þær verslanir og þjónustu sem Kringlan hefur upp á að bjóða ásamt því að vera upplýsingaveita fyrir viðskiptavini Kringlunnar. Meðal möguleika á vefnum er að versla gjafakort Kringlunnar, skoða lífið í Kringlunni á Instagram, lesa og deila fréttum.

Go Mobile
app
Midi.is
vefur

Við endurhönnun vefsins tókum við mið af kaupaferlum og uppsetningu viðburða af eldri vef, en vefurinn hefur þó verið bættur til muna, bæði útlit og notagildi. Ástæðan fyrir því að endurnýta uppsetningu og virkni eldri kaupaferla var fyrst og fremst til að notendur þekktu vefinn þrátt fyrir breytingarnar, auk þess sem hægt var að endurnýta tengingar við sölukerfi. Síðan er einnig orðin skalanleg, þannig að hún kemur jafn vel út í snjalltækjum og á tölvuskjá. Meira að segja auglýsingarnar inni á vefnum eru skalanlegar, sem er nýjung. Nú er líka hægt að kaupa miða í símanum sem er auðvitað frábært þar sem fleiri og fleiri eyða meiri tíma á netinu í gegnum síma en í gegnum tölvu.

Nine Worlds
vefur
Te og kaffi
vefur

2014 markar tímamót í sögu Te & Kaffi, en þá á fyrirtækið 30 ára afmæli. Við hlökkum til að fagna áfanganum með þeim með uppfærðu útliti, afmælisdagskrá og fjölbreyttum verkefnum.

Við smíði nýs vefs Te & Kaffi höfðum við úr ótrúlega stóru og fallegu safni af myndum að velja, auk þess sem vörurnar eru litríkar og skemmtilegar. Því var auðvelt að leggja áherslu á einmitt þetta á nýja vefnum. Vefurinn er skalanlegur til þess að efnið njóti sín vel í öllum tækjum.

Íslandsbanki
vefur

Við hönnun á nýju útliti lögðum við áherslu á auðveldara og þægilegra aðgengi. Efni vefsins var einfaldað til muna og myndefni fékk meira vægi auk þess sem vefurinn var gerður skalanlegur sem þýðir að hann aðlagar sig að viðmóti snjallsíma og spjaldtölva. Vefurinn var fyrst tekinn í gegn og í kjölfarið var farið í breytingar á netbankanum. Við erum einstaklega stolt af þessum verkefnum og samstarfinu með Íslandsbanka.

Arion Banki
vefur

Skilningur Arion banka á góðri fjármálaþjónustu felst ekki síst í því að einfalda aðgengi fyrir viðskiptavini sína hvar sem þeir eru staddir, jafnt einstaklinga sem fyrirtæki. Þessi sýn samræmist vel okkar metnaði og hefur skilað af sér verkefnum sem við erum stolt af.

Fyrsta verkefni okkar með Arion banka var vefurinn sjálfur, arionbanki.is og í kjölfarið kom netbanki Arion og síðan Arion appið.

Marel Ársskýrsla 2013
vefur

Á ný hefur ánægjulegt og gefandi samstarf Marel og Skapalón getið af sér glæsilegan vef og kynnum við með stolti Ársskýrslu Marel, sem er nú í þriðja skiptið gefin út í gagnvirkri vefútgáfu. Þar er m.a. boðið upp á margmiðlunarefni, ítarefni og gagnvirk gröf.  Vefurinn skalast niður á öll tæki.

Nox Medical
vefur

Nox Medical er íslenskt sprotafyrirtæki sem sérhæfir sig í rannsóknum og framleiðslu á hátæknibúnaði til svefnrannsókna. Hjá Nox Medical vinnur fólk með mikla reynslu af svefnrannsóknum og hefur þetta verðlaunaða fyrirtæki stækkað ört undanfarin ár.

Nox Medical leitaði til okkar árið 2013 vegna útlitsaðlögunar á appi sem fyrirtækið þróaði til vöktunar á svefnrannsóknum. Samstarfið gekk vonum framar og í framhaldinu var farið í nýsmíði á vef og þjónustuvef fyrirtækisins sem fór í loftið í byrjun árs 2014.

Arion banki
app

Í hönnun appsins var gengið út frá því að auðvelda til muna aðgengi viðskiptavina að fjárhagslegum upplýsingum sínum. Með einum smelli geta nú viðskiptavinir fengið stöðu reikninga og kreditkorta, ógreidda og útistandandi reikninga og síðustu innborganir og útborganir.

Íslandsbanki
app

Með nýja Íslandsbanka Appinu eru millifærslur í snjallsímanum einfaldaðar margfalt. Hægt er að nálgast stöðuna á reikningum og færa smærri fjárhæðir á vini og vandamenn með fáeinum smellum. Skapalón sá um alla útlitshönnun í góðu samstarfi við vefdeild bankans.  

Síminn
vefur

siminn.is er viðamikil þjónustu-og upplýsingavefur fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Skýr, vel framsettur og grafískur tónar hann vel við almennar markaðsherferðir fyrirtækisins og hátt þjónustustig.

Fjölskyldualbúm Prince Polo
app
Dohop
vefur

Vefur Dohop fór fyrst í loftið á ensku árið 2005 en er nú til á 25 tungumálum og fær yfir 600.000 gesti á mánuði þar sem um 10% eru Íslendingar. Skapalón var fengið til þess að endurhanna tveggja ára gamlan vef Dohop frá grunni með það að leiðarljósi að hann yrði þægilegur og virkaði í ólíkum skjástærðum, allt niður í snjallsímastærð, svokölluð responsive hönnun. Dohop varð fyrsti vefur sinnar tegundir í heiminum til þess að byggja á þessari aðferðafræði og ekki hægt að segja annað en að útkoman sé góð.

Prince Polo
vefur
Landsvirkjun
vefur

Þetta skemmtilega og krefjandi verkefni var unnið í einstaklega nánu og gefandi samstarfi með samskiptasviði Landsvirkjunar þar sem myndefni með íslenskri náttúru og fegurð landsins fékk að njóta sín. Lögð var áhersla á að vefurinn væri aðgengilegur og upplýsandi, ásamt því að veita góða innsýn inní starfsemi Landsvirkjunar. Hægt er að skoða og fræðast um aflstöðvarnar sem eru víðsvegar um landið, hvaða virkjunarkostir eru í athugun og fá rauntímaupplýsingar um raforkuvinnslu vindmyllanna. Einnig er hægt að fræðast um þróunarverkefni, samfélagsábyrgð og orkuvörur ásamt mörgu öðru.

Við erum einstaklega stolt af þessum vef og samstarfinu með Landsvirkjun.

Noxturnal
app

Við komum að því að uppfæra notendaviðmót og framsetningu á Noxturnal hugbúnaðinum sem tengist þráðlaust við vörur Nox Medical. Hugbúnaðurinn gefur yfirsýn og nákvæmar upplýsingar um mælingar hverju sinni. Appið var útfært fyrir spjaldtölvur og farsíma sem notast við Android stýrirkerfið.

Ævintýri Megamannsins
vefur
Kinwins
app

Kinwins er hvatningaleikur og félagsmiðill. Leikurinn hvetur notendur til að verða besta útgáfan af sjálfum sér með því að eyða meiri tíma í uppbyggilegi hluti og stuðla að heilbrigðara líferni með því að skrá inn dagleg verkefni og deila með vinum og fjölskyldu. Notandinn fær stig fyrir hvert verkefni sem skráð er í leikinn, möguleg verðlaun og bætir hæfileika sína í sínu raunverulega lífi. 

Visit Vatnajökull
vefur

Hvítir jöklar og svartar strendur, það er varla hægt að hugsa sér skemmtilegra viðfangsefni. Útkoman er bjartur, stílhreinn og notendavænn vefur sem á vonandi eftir að fjölga ferðamönnum á Vatnajökulssvæðinu.

Dásamlegt samstarf við Visit Vatnajökull og Kapal Markaðsráðgjöf gerði þennan vef að því sem hann er.

Eskimos
vefsíður eskimos

Í rúm 11 ár hafa Eskimos lagt metnað í að skipuleggja ferðir og upplifanir fyrir erlenda ferðamenn ásamt viðburðastjórnun fyrir helstu fyrirtæki og stofnanir landsins. Í nánu samstarfi við Skapalón var ráðist í að endurhanna alla vefi fyrirtækisins frá grunni.  Lögð var rík áhersla á birtingu á myndefni til þess að skapa rétta stemningu þegar notendur vafra um vefinn.  Notendum gefst kostur á því að safna ferðum saman í "bakpoka" og geta svo sent inn fyrirspurnir fyrir margar ferðir í einu. Við erum stolt af þessu ánægjulega samstarfi og þá sérstaklega afrakstur þess.

Billetlugen
vefur

Viðamikill miðasöluvefur í Danmörku sem hlaut hin Dönsku Vefverðlaun fyrir bestu vefverslun Danmerkur, Det er meget godt ! 

Meet in Reykjavík
vefur

Krefjandi og tæknilega flókinn vefur sem inniheldur ítarlegar upplýsingar um ráðstefnuhald og tengda þjónustu í Reykjavík. Notendum gefst kostur á velja þjónustu og lausnir sniðnar að þeirra þörfum og fá tilboð send, í heildarpakka eða staka þjónustu, sér að kostnaðarlausu. Leitarvirkni, tæknileg úrvinnsla og framsetning efnis gerir vefinn einstakan á Íslenskan mælikvarða. 

Lazytown
vefur

Allt fullt af ávaxtanammi og orku, það var gaman að vinna með lifandi efni og karakterum úr þessari þekktu seríu. Fullt af fróðleik og fjöri !

Göngum til góðs
vefur

Í þessu verkefni unnu fyrirtækin í Kaaber húsinu þ.e. Fíton, AM, Kansas og Skapalón í nánu samstarfi við Rauða Krossinn að gera átaksverkinu “Göngum til góðs”  skil á öllum miðlum. Vefsíðan var í höndum Skapalón og var það okkur sönn ánægja að vinna með Rauða krossinum og því kraftmikla fólki sem þar starfar í þessu þarfa átaki.

Bókmenntaborg
vefur

Reykjavík er ein af Bókmenntaborgum UNESCO. Af því tilefni var ákveðið að útbúa metnaðarfulla vefsíðu sem haldið gæti utan um upplýsingar um orðlist, bókmenntir og viðburði á sviði bókmenningar í Reykjavík. Við þökkum starfsfólki Reykjavíkur Bókmenntaborgar UNESCO fyrir frábært samstarf og upplýsandi vef.

Hringtorg
app

Hringtorg er upplýsingaveita, byggð í kringum Kortið frá Arion Banka, sem veitir þér aðgang að öllu því sem skiptir þig máli. Með Appinu er auðveldlega hægt að nálgast upplýsingar um þau fríðindi og möguleika sem fylgja því að nota Kortið frá Arion banka.

Appelsín
vefur

Það er fátt meira íslenskt en Egils Appelsín. Snillingunum hjá Ölgerðinni langaði að fá frumlegan og flottan vef með tengingu við land og þjóð. Samhliða vefnum sáu vinir okkar í Fíton um nýjar merkingar á umbúðum fyrir Appelsín.

Útkoman varð einstök, alveg eins og Appelsínið sjálft. Við þökkum Ölgerðinni og Fíton kærlega fyrir frábært samstarf.

Orkan
app

Með Orku appinu geta notendur keypt eldsneyti, fengið upplýsingar um ódýrasta eldsneytið, sótt sérstök tilboð og fengið yfirlit yfir viðskipti sín. Orkan fékk Skapalón það verkefni að hanna appið sem og alla umgjörð um það. Útkoman var þetta fágaða og stílhreina farsímaforrit sem hefur fengið mjög góðar viðtökur hjá viðskiptavinum.

Cooori
app

Cooori er háþróað tungumálanám sem gerir notendum kleift að læra japönsku á mettíma. Skapalón sá um viðmótshönnun fyrir farsímaforrit fyrirtæksins, bæði iPhone, iPad og Android.

RÚV
vefur

Til hamingju RÚV með sérsniðinn farsímavef !

Jólavefur Símans
vefur

Síminn vildi gæða Jólablað sitt meira lífi og bjóða upp á gagnvirka upplifun í tengingu við blaðið.  Því var ráðist í að gera skalanlegan vef með efni blaðsins sem og aukaefni. 

Skapalón sá um útlitshönnun og viðmótsforritun í góðu samstarfi við vef- og markaðsdeild Símans.

Arion
vefur

Nýr farsímavefur Arion Banka hefur upp á að bjóða lykilþjónustu bankans á vefnum ásamt handhægum upplýsingum í símann þinn. Vefurinn verður reglulega uppfærður á næstu misserum.

Meniga
vefur

Meniga hefur hjálpað mér að ná tökum á fjármálum heimilisins á mjög einfaldan hátt. Með því að fá tölvupóst á hverjum degi varðandi markmið mín hef ég náð neyslu niður um tugi þúsunda.
- Kona á fertugsaldri

RÚV
vefur

Það var mikill heiður að taka þátt í því að uppfæra vefi RÚV í nýtt og heildstætt útlit. Sumir segja að þessi vefur sé frábær og tökum við undir það.

Bestu lög símans
vefur

Fáðu aðgang að „Bestu lögunum“, tónlistarrásum fyrir öll hugsanleg tækifæri. Tónlistarrásirnar eru valdar af fagaðilum, DJ-um, tónlistarunnendum og tónlistarmönnum sem gjörþekkja tónlistarsmekk Íslendinga. Tónlistinni er svo einfaldlega streymt um netið í símanum eða tölvunni.

Skapalón
framsækin vefstofa

 

Skapalón
Tryggvagötu 17
101 Reykjavík

+354 516 9000
info@skapalon.is