Íslandsstofa
&
Skapalón

Samstarf Skapalóns og Íslandsstofu hefur verið viðamikið í gegnum tíðina. Hefur Skapalón einnig verið í nánu samstarfi við Ferðamálastofu og séð um þróun á gagnagrunni um alla ferðaþjónustuaðila landsins sem er nýttur á fjölda vefja þ.á.m. á vef VisitIceland.com sem er í umsjón Íslandsstofu.

Lykilverkefni eru visiticeland.com og vefir fyrir markaðsherferðir sbr. Inspired by Iceland og Ask Gudmundur sem eru m.a. Unnið í nánu samstarfi við Íslensku Auglýsingastofuna

Vefirnir hafa verið víða tilnefndir fyrir bæði hönnun og árangur. Haustið 2016 sópaði herferðin Ask Guðmundur að sér fimm Euro Effie verðlaun við hátíðlega athöfn í Brussel. Sjá frétt Íslandsstofu.

Ask Guðmundur

Við endurgerð VisitIceland.com haustið 2015 var hafist handa við ítarlega greiningu á umferð um vefinn, ásamt leitarorðagreiningu. Hvað knúði umferð um vefinn og hvernig ferðuðust gestir um hann. Niðurstöður greiningarvinnunnar voru notaðar til að skipuleggja veftré og framsetningu efnis. Hönnun tók mið af örri fjölgun snjalltækja og var lögð áhersla á myndræna framsetningu.

Tilgangur verkefnisins var að veita tilvonandi ferðamönnum til Íslands betri innsýn í áfangastaðinn og bæta aðgengi þeirra að upplýsingum um framboð í ferðaþjónustu á Íslandi. Mælanleg markmið voru að lengja viðveru á vefnum, fjölga síðuflettingum og draga úr skopptíðni.

Öll markmið með nýjum vef náðust. Vefurinn VisitIceland.com tekur nú á móti um 100.000 heimsóknum á mánuði. Vefurinn hefur viðhaldið gríðarlega sterkri stöðu á leitarvélum og hefur náð öllum settum markmiðum hvað varðar lykilárángursmælingar (KPI).

Visit Iceland Mobile view

Samstarf okkar við Skapalón er
áreynslulaust.
Þau nálgast verkefnin af áhuga og
skilningi á þörfum okkar og leysa úr öllum
vandamálum sem upp koma.

Sveinn Birkir Björnsson
Teymisstjóri, Vefir og samfélagsmiðlar, Íslandstofa
ATH! Til að upplifun þín verði sem best af vefnum okkar þá ráðleggjum við þér að uppfæra vafrann þinn, Unknown. Hér getur þú fengið nánari leiðbeiningar.
X