Landsvirkjun logo Landsvirkjun
&
Skapalón

Saman höfum við átt frábært samstarf frá árinu 2012 með samskiptasviði Landsvirkjunar og J&L auglýsingastofu og á þeim tíma unnið náið saman að framsetja Landsvirkjun á vefnum sem leiðandi fyrirtæki í notkun vefmiðla.

Fyrsti vefurinn, Landsvirkjun.is, var unnin í nánu samstarfi við samskiptasvið LV sem hafði lagt mikla vinnu í endurmörkun fyrirtækisins með J&L. Fengum við því mjög hnitmiðað og vel unnið efni í hendurnar til að vinna nýjan vef frá grunni.

Landsvirkjun.is Laptop

Ferlið var einfalt, við byrjuðum hreinlega að teikna upp nýjan vef ásamt því að brjóta niður veftré og efnisþætti svo héldum við áfram og höfum ekki stoppað.

Í nánu samstarfi LV, J&L og Mannvit verkfræðistofu var unnin tímamótavefur í framsetningu vefja með tilkomu Rafræns mats á umhverfisáhrifum Búrfellslundar sem hefur fengið mikla athygli og vann til tvennra verðlauna haustið 2016 á Digital Communication Awards sem afhent voru í Berlín.

Vefsíðan var tilnefnd í tveimur flokkum, Skýrslur og Stafræn framsetning gagna, og bar sigur úr býtum í þeim báðum. Digital Communication Awards er alþjóðleg keppni sem verðlaunar það besta úr heimi rafrænnar miðlunar og samskipta.

Landsvirkjun Digital Communication Awards

Markmið

Markmið Landsvirkjunar er að auðvelda almenningi og hagsmunaaðilum að kynna sér stefnu og starfsemi Landsvirkjunar, orkuvinnslu úr endurnýjanlegum orkugjöfum, rannsóknir á auðlindum og umhverfi og umhverfisbókhald þessa mikilvæga fyrirtækis í eigu íslensku þjóðarinnar.

ATH! Til að upplifun þín verði sem best af vefnum okkar þá ráðleggjum við þér að uppfæra vafrann þinn, Unknown. Hér getur þú fengið nánari leiðbeiningar.
X